Allt á áætlun hjá Herjólfi ohf.

6.Febrúar'19 | 07:29
IMG_3487

Nýja ferjan við bryggju í Póllandi. Mynd/aðsend

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs í gær til að kynna stöðu einstakra viðfangsefna félagsins. 

1. Áætlanir rekstrarfélagsins eru í samræmi við framvindu verkefnisins og ganga vel. Seinkun er á að nýja ferjan fari í „sea trial“ en nú er gert ráð fyrir að af því verði innan næstu tveggja vikna. 

2. Á þessum tíma er ekkert sem komið hefur upp sem gefur tilefni til að ætla að ferjan verði ekki tilbúin til rekstrar á tilsettum tíma þ.e. 30. mars n.k. 

3. Allur undirbúningur sem miðar að því að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. verði í stakk búið til að taka við rekstri þann 30. mars n.k. gengur samkvæmt áætlun. 

4. Er verið að ljúka ráðningum og ganga frá ráðningasamningum og gert er ráð fyrir að því verði öllu lokið fyrir miðjan mánuðinn. Hluti starfsmanna hafa verið sendir á tilheyrandi námskeið og í þjálfun bæði hérlendis og erlendis. 

5. Vinna við heimasíðu og bókunarkerfi gengur samkvæmt áætlun. 

6. Nú líður að því að smíði nýju ferjunnar ljúki í Póllandi og hún sigli heim, því þarf að huga að og skipuleggja móttöku vegna komu hennar til Eyja. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir nýgerðum drögum að viðauka við þjónustusamning Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um framlengingu fyrri samnings og þurrlegu gamla Herjólfs, segir í bókun ráðsins.

  

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%