Allt á áætlun hjá Herjólfi ohf.

6.Febrúar'19 | 07:29
IMG_3487

Nýja ferjan við bryggju í Póllandi. Mynd/aðsend

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs í gær til að kynna stöðu einstakra viðfangsefna félagsins. 

1. Áætlanir rekstrarfélagsins eru í samræmi við framvindu verkefnisins og ganga vel. Seinkun er á að nýja ferjan fari í „sea trial“ en nú er gert ráð fyrir að af því verði innan næstu tveggja vikna. 

2. Á þessum tíma er ekkert sem komið hefur upp sem gefur tilefni til að ætla að ferjan verði ekki tilbúin til rekstrar á tilsettum tíma þ.e. 30. mars n.k. 

3. Allur undirbúningur sem miðar að því að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. verði í stakk búið til að taka við rekstri þann 30. mars n.k. gengur samkvæmt áætlun. 

4. Er verið að ljúka ráðningum og ganga frá ráðningasamningum og gert er ráð fyrir að því verði öllu lokið fyrir miðjan mánuðinn. Hluti starfsmanna hafa verið sendir á tilheyrandi námskeið og í þjálfun bæði hérlendis og erlendis. 

5. Vinna við heimasíðu og bókunarkerfi gengur samkvæmt áætlun. 

6. Nú líður að því að smíði nýju ferjunnar ljúki í Póllandi og hún sigli heim, því þarf að huga að og skipuleggja móttöku vegna komu hennar til Eyja. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir nýgerðum drögum að viðauka við þjónustusamning Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um framlengingu fyrri samnings og þurrlegu gamla Herjólfs, segir í bókun ráðsins.

  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).