3,3 milljarðar í Landeyjahöfn á næstu árum

6.Febrúar'19 | 20:37
herj_lan_2017

Herjólfur í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Langstærstur hluti ríkisfés sem á að fara í sjósamgöngur í samgönguáætlun fer í Landeyjahöfn. Margar stórar hafnarframkvæmdir eru í pípunum, enda löngu tímabærar. Sótt var um margalt meira fjámagn en fékkst.

Margar framkvæmdir í pípunum

Ríkið styrkir hafnarframkvæmdir á landsbyggðinni um sem nemur 60 til 90 prósentum af kostnaði. Samkvæmt samgönguáætlun næstu fimm ára á að verja fimm milljörðum til nýrra hafnarframkvæmda, en hafnir landsins sóttum framkvæmdir fyrir um 36 milljarða. Framkvæmdaþörfin er því brýn. Stærstu hafnarframkvæmdir næstu fimm ára eru fyrirhugaðar í Ólafsvík, Grundarfirði, á Bíldudal, á Ísafirði og á Akureyri. Eins eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir á Húsavík og sömu sögu er að segja í Þorlákshöfn. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Vilja flýta framkvæmdum

Hafnarframkvæmdir eru víða brýnar og á Ísafirði hefur til dæmis verið gagnrýnt að ekki eigi að ráðast í framkvæmdir fyrr en seint á tímabilinu þótt sveitarfélagið hafi verið tilbúið til framkvæmda um nokkurt skeið.  Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar leggur til að hafnarframkvæmdum verði flýtt eins og kostur er og forgangsröðun verði endurskoðuð við gerð næstu samgönguáætlunar.

Mest í sjósamgöngur tengdum Eyjum

Stærsti útgjaldaliðurinn sjósamgöngum tengist Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar fá nýja og langaþráða ferju innan tveggja mánaða sem leysir gamla Herjólf af hólmi. Sérstök 800 milljóna viðbótarfjárveiting er lögð til að rafvæða hana. Svo er Landeyjahöfn. Þangað eiga að fara 3,3 milljarðar á næstu fimm árum, þar af um 730 milljónir í botndælubúnað nú 2019 til að hún geti sinnt hlutverki sínu, sem aðalsamgönguæðin til Eyja. En það eru fleiri hafnir en Landeyjahöfn sem þarf að dýpka. Meirihluti og samgöngunefndar vill setja árlega um 60 þúsund rúmmetra dýpkun í innsiglingunni við Þorlákshöfn í forgang og nota til þess 40 milljónir á ári.

Rúv.is greindi frá, nánar má lesa um málið hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.