Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár
Á fimmtudaginn, þann 7. febrúar er útgáfudagur Íslandspósts á frímerki í tilefni 100 ára afmælisins. Dagskrá kl. 17.30 í Safnahúsinu þar sem hönnuður frímerkisins kynnir það.
5.Febrúar'19 | 07:34Hinn 7. febrúar gefur Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni er þann dag opnuð sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir frímerkið.
Einnig verður sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu.
Grunnur sýningarinnar er frímerkjasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans, Jóhanna M. Guðjónsdóttir frá Hlíðardal, færðu bænum að gjöf í júlí 1991.
Jafnframt eru sýnd ljósrit úr safni Indriða Pálssonar, þar á meðal elstu þekktu stimplun á frímerki í Vestmannaeyjum. Um er að ræða skildingamerki frá 1873-1876.
Fimmtudaginn 14. febrúar, en þann dag eru rétt 100 ár liðin frá því fyrsti bæjarstjórnarfundur var haldinn í Vestmannaeyjum, verður hægt að fá umslög stimpluð með dagsstimpli Íslandspósts og hliðarstimpli, til að minnast þessara merku tímamóta í sögu bæjarins okkar.
Áréttað er að hliðarstimpillinn verður aðeins notaður þennan eina dag, en eyðilagður í dagslok. Hægt er að panta FDC (fyrstadagsumslög) Vestmannaeyjamerkisins frá frímerkjasölu Íslandspósts.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Málþingið á myndböndum
19.Febrúar'19 | 06:52Málþingið í beinni
17.Febrúar'19 | 14:15Málþing um Vestmannaeyjar í 100 ár
16.Febrúar'19 | 06:04Húsfyllir á bæjarstjórnarfundi unga fólksins
15.Febrúar'19 | 13:15Bæjarstjórnarfundur unga fólksins í beinni
15.Febrúar'19 | 10:30Hátíðarfundur bæjarstjórnar vel sóttur
15.Febrúar'19 | 09:09Mætum og kynnumst viðhorfum unga fólksins
14.Febrúar'19 | 15:26Hátíðarfundur í Kviku í kvöld
14.Febrúar'19 | 05:32Minnast þessara merku tímamóta með dagsstimpli
14.Febrúar'19 | 05:14Grunnskólanemar sýna í Einarsstofu
13.Febrúar'19 | 11:33Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).