Flogið rakleitt úr kyrrsetningu til Vestmannaeyja

5.Febrúar'19 | 07:31
ernir_ny_vel_2018

Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/Óskar Elías Sigurðsson.

Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis var flogið rakleitt í áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja eftir að Isavia aflétti kyrrsetningu á vélinni síðdegis í gær.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu 10. janúar var þessi stærsta flugvél Ernis kyrrsett vegna tæplega 100 milljóna króna skuldar við Isavia vegna lendingargjalda og annarra þjónustugjalda félagsins. Samkomulag um uppgjör skuldarinnar var undirritað í gær og vélin því laus fyrir Erni.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir trúnað ríkja um innihald samkomulagsins. „Eina sem ég get sagt er að samkomulagið er ásættanleg og hagfellt fyrir Isavia,“ segir hann. Vísir.is greinir frá.

Aðspurður hvort fleiri flug­rekstrar­aðilar væru á bláþræði gagnvart Isavia á svipaðan hátt og Isavia var sagðist Guðjón ekki geta gefið slíkar upplýsingar. Honum vitanlega væri kyrrsetning vélar Ernis aðeins sú þriðja sem beitt hefði verið. Áður hafi flugfélögin Iceland Express á sínum tíma og Air Berlin fyrir rúmu ári orðið fyrir slíku.

„Þetta er lokaúrræði sem við beitum að mjög vel íhuguðu máli og eftir að búið er að leita annarra leiða til að leita lausna,“ segir Guðjón Helgason.

Tags

Ernir

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).