Afslátturinn nýtist nú töluvert fleiri fasteignaeigendum

- heildarfjöldi afsláttarþega árið 2018 voru 283, en í ár eru þeir 429

5.Febrúar'19 | 07:21
Eyjar 1

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir vonbrigðum með gjaldskrárbreytingar fasteignagjalda eldri borgara, sem verið er að keyra í gegn og nær án kynninga fyrir hópinn sem breytingarnar ná til, eins og það er orðað í bókun frá bæjarfulltrúum minnihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Þá segir í bókun minnihlutans að meirihluti bæjarstjórnar hafi sakað Sjálfstæðisflokkinn um lögbrot vegna niðurfellingar fasteignagjalda eldri borgara. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að réttast hefði verið að láta dómstóla skera úr um lögmæti niðurfellingar fasteignagjalda á 70 ára og eldri.

Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs, eiga gjöld við sorphirðu að standa undir kostnaði. Ef fylgja á þeim lögum er viðbúið að þessi aðgerð verði á endanum til að auka kostnað íbúa undir 67 ára vegna sorphirðu.

Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst bagalegt að þessi ákvörðun hafi ekki verið kynnt eldri borgurum með viðeigandi hætti. það getur reynst erfitt að bregðast við útgjöldum sem ekki eru fyrirséð.


Fjölgun þeirra sem njóta afsláttar í einhverju formi hefur aukist um rúmlega 50%  

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að meirihluti bæjarstjórnar fagni því að hægt sé að koma á móts við eldri borgara 67 ára og eldri með því að veita myndarlegan afslátt af fasteignagjöldum með löglegum hætti. Afslátturinn nýtist nú töluvert fleiri fasteignaeigendum en áður og kjörnir fulltrúar hljóta að fagna því að hægt sé að koma til móts við og létta undir með svo mörgum eldri borgurum og öryrkjum.

Heildarafsláttur veittur fyrir árið 2018 nam 55,3 m.kr., en heildarafsláttur fyrir árið 2019 nemur 64 m.kr. Heildarafsláttur hefur því aukist um 15,6% með þeim breytingum sem nú er verið að gera.

Heildarfjöldi afsláttarþega árið 2018 voru 283, en í ár eru þeir 429. Fjölgun þeirra sem njóta afsláttar í einhverju formi hefur því aukist um rúmlega 50%. Varðandi eldri borgara, þá njóta nú 374 aðilar afsláttar, sem eru mun fleiri einstaklingar en árið 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).