Deiliskipulag í Áshamri samþykkt
4.Febrúar'19 | 08:44Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku var tekin fyrir tillaga af deiliskipulagi í Áshamri. Tillagan gerir ráð fyrir rað-, par- og fjölbýlishúsalóðum á óbyggðu svæði innan íbúðarsvæðis ÍB-4.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku var tekin fyrir tillaga af deiliskipulagi í Áshamri. Tillagan gerir ráð fyrir rað-, par- og fjölbýlishúsalóðum á óbyggðu svæði innan íbúðarsvæðis ÍB-4.
Skipulagssvæðið afmarkast af Goðahrauni í vestri, deiliskipulagsmörkum íþróttasvæðis, deiliskipulagsmörkum Bessahrauns 1-15 í austri og lóðamörkum Hamarsskóla í norðri. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf.
Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samþykkti það samhljóða.
Hér má sjá nýtt deiliskipulag fyrir svæðið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.