Að rekstrarumhverfi flugfélaga í innanlandsflugi verði eflt

4.Febrúar'19 | 07:40
flugvelar

Vestmannaeyjaflugvöllur. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar fyrir helgi var samþykkt samhljóða bókun varðandi flugsamgöngur við Vestmannaeyjar. Staða flugsamgangna við Vestmannaeyjar hafa verði í umræðunni undanfarið, en fram hefur komið að draga eigi úr þjónustu.

Í bókuninni segir að bæjastjórn lýsi yfir miklum áhyggjum af því ef Flugfélagið Ernir þarf að bregðast við vanda félagsins með fækkun áætlunarferða til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Brýnt er að fundin verði lausn á þeirri stöðu sem uppi er.

Til framtíðar er brýnt að búið verði þannig um hnútana af hálfu ríkisins að rekstrarumhverfi flugfélaga í innanlandsflugi verði eflt með auknum framlögum á fáfarnari leiðum, auk t.d. upptöku á svokallaðri skoskri leið eins skjótt og verða má. Sú leið mun auðvelda íbúum landsbyggðanna að taka flugið, svo um munar, á sama tíma og það treystir innanlandsflugið í sessi sem raunverulegan samgönguvalkost í landinu. 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.