Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Skora á þingmenn og ráðherra að bregðast hið fyrsta við óásættanlegri stöðu sjúkraflugs

2.Febrúar'19 | 09:35
sjukrav

Sjúkraflugvélin á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa er varðar heilbrigðismál sveitarfélagsins. Í bókuninni segir að ánægjulegt sé að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. 

þá segir að nauðsynlegt sé jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað til verði áfram til staðar. Þjónusta augnlæknis og sónarþjónusta verði í boði en óviðunandi skortur á þessari þjónustu veldur kostnaðarauka og óþægindum fyrir íbúa.

Bæjarstjórn skora á þingmenn og heilbrigðisráðherra að bregðast hið fyrsta við óásættanlegri stöðu hvað sjúkraflug varðar en slíkt hefur ekki verið gert þrátt fyrir svarta skýrslu ríkisendurskoðunar frá 2013 hvað málið varðar. Bráðaþjónustu þarf að efla í sveitarfélaginu til að öryggi íbúa verði tryggt eftir fremsta megni. Bæjarstjórn skora einnig á heilbrigðisráðherra að nýta tækifærin í tækninni og stórefla fjarheilbrigðisþjónustu en slíkt er líklegt til að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, draga úr kostnaði og bæta almenn lífsgæði og heilsufar íbúa.

Yfirmenn HSU og þingmenn kjördæmisins eru hvattir til að beita sér fyrir bættu aðgengi íbúa í Vestmannaeyjum að heilbrigiðsþjónustu.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).