Skipstjóri skipasmíðastöðvarinnar Crist um nýjan Herjólf:

„Besta skip sem hann hefur siglt”

m.t.t. stjórnhæfni

2.Febrúar'19 | 09:38
herj_nyr_1218

Unnið er að lokafrágangi nýju ferjunnar. Myndir/aðsendar.

Starfs­menn skipa­smíðastöðvar­inn­ar Crist S.A í Gdynia í Póllandi eru um þessar mundir að leggja loka­hönd á smíði Herjólfs. Enn gert er ráð fyrir að ferjan afhendist í lok febrúar og í framhaldinu verður ferjan gerð klár til siglinga, segir Sigurður Áss Grétarsson, sem sæti á í smíðanefndinni. 

Hann segir að enn sé stefnt að því að siglingar nýju ferjunnar hefjist 30. mars.

„Prófanir hafa að mér skilst gengið vel og reynslusiglingar líka. Auðvitað hefur þurft að samstilla hluti en eftir því sem ég best veit er almenn ánægja með skipið. Mér skilst á verkefnisstjóra Crist að skipstjóri þeirra sem hefur prófað fjölmörg skip af öllum stærðum og gerðum hafi sagt að þetta væri besta skip sem hann hafi siglt m.t.t. stjórnhæfni. Vonandi reynist það rétt.” segir Sigurður Áss.

Allt innan samningsmarka

Er hann er spurður útí hvort breytingar á ferjunni hafi áhrif á ganghraða og djúpristu segir hann að þetta hafi legið fyrir frá því að ráðherra tók ákvörðun um að rafvæða ferjuna í febrúar 2018.  „Það sem verið er að vísa í þarna er fjármögnun rafvæðingarinnar.  Hvað varðar þyngd, ganghraða og djúpristu þá hefur rafvæðingin áhrif á þá þætti. Þyngdaraukningin vegna viðbótarrafhlaðna er yfir 40 tonn en á móti kemur að minni olía verður um borð þannig að nettó þyngdaraukning er minni. Djúprista var metin aukast örlítið en siglingahraði skerðist óverulega. Allt innan samningsmarka.”    

Dagsektir verða væntanlega útkljáðar við afhendingu ferju

Nú er töfin á smíði skipsins orðin umtalsverð, bæði vegna breytinga í hönnun sem og vegna rafvæðingar. Er Sigurður er spurður um hvort pólska skipasmíðastöðin sé farin að borga dagsektir vegna tafa, líkt og kynnt var í útboði varðandi smíði skipsins segir hann að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir þá er siglingahraðinn álíka eða meiri en væntingar stóðu til, skipið er ívið léttara en gert var ráð fyrir, skipið er með minni djúpristu og flutningsgeta ferjunnar er álíka og væntingar stóðu til.  Einnig er útlit fyrir að orkueyðslan verði minni en krafist er í gögnum. Þannig að með tilliti þessara þátta stendur ferjan undir væntingum.     

„Afhending ferjunnar hefur dregist af ýmsum ástæðum. Greiðslur vegna dagsekta koma ekki til uppgjörs fyrr en í verklok þegar lokagreiðsla fer fram. Dagsektir verða væntanlega útkljáðar við afhendingu ferju.” segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar en hann situr í smíðanefnd ferjunnar.

Myndir af nýju ferjunni má sjá hér að neðan.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).