Mótmæla harðlega ákvörðun dómsmálaráðherra

1.Febrúar'19 | 06:55
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var samþykkt sameiginleg bókun bæjarfulltrúa varðandi þá ákvörðun dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir sýslumanninn á Suðurlandi.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir harðlega þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila, segir í bókuninni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.