Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Hart tekist á um úttekt á Fiskiðjuframkvæmd

1.Febrúar'19 | 08:08
fiskidj_18

Heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar er kominn yfir 600 milljónir við Fiskiðjuna. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi voru til umfjöllunar framkvæmdir við Fiskiðjuhúsið og sú úttekt sem meirihluti bæjarstjórnar ákvað að fara í vegna framúrkeyrslu við verkið. Þar sakaði minnihlutinn meirihlutann um brot á bæjarmálasamþykkt og þ.a.l. brot á sveitastjórnarlögum.

Ætlast til að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við stjórn bæjarfélagsins

Í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu ósammála því að úttekt hafi verið sett af stað vegna framkvæmda í Fiskiðjunni, án þess að bæjarstjórn hafi fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar með bæjarstjóra í fararbroddi tekur sér það vald að fullnaðarafgreiða mál sem var ekki einróma samþykkt í bæjarráði en slíkt brýtur gegn 30. og 49. grein bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar og þ.a.l. 42. grein sveitastjórnarlaga sem kveður á um framsal sveitarstjórnar á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála.

Harma bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau vinnubrögð og ætlast til að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við stjórn bæjarfélagsins. Eðlilegast hefði verið að þeir starfsmenn sem bærinn hefur yfir að ráða, sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á framkvæmdum og reikningshaldi hefðu yfirfarið verkið og gefið skýrslu um það. Ef sú athugun hefði gefið tilefni til nánari skoðunar, þá væri réttlætanlegt að stofna til kostnaðarsamrar úttektar sem þessa eftir umfjöllun í bæjarstjórn.

Snýst ekki síst um að fá yfirsýn yfir það verklag sem bærinn hefur við slíkar framkvæmdir

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að meirihluti bæjarstjórnar ítreki bókun sína úr bæjarráði. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vandi áætlunargerð eins og fremst er kostur. Úttekt vegna Fiskiðjunar snýst ekki síst um að fá yfirsýn yfir það verklag sem bærinn hefur við slíkar framkvæmdir og hvort hægt sé að bæta það til að koma í veg fyrir miklar framúrkeyrslur.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).