Þórunn Sveinsdóttir VE á leið í lengingu

31.Janúar'19 | 07:48
thorunn_sv

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 verður lengd um 6,6 metra. Ljósmynd/TMS

Skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE-401 fer utan í lok febrúar. Til stendur að lengja skipið um 6,6 metra að sögn Sigurjóns Óskarssonar, útgerðarmanns. Hann segir að skipasmíðastöðin eigi að skila skipinu aftur þann 15. júní. 

Sigurjón segir að auk lengingarinnar verði farið í almennt viðhald, en skipasmíðastöðin í Skagen í Danmörku annast verkið. Sú stöð smíðaði einmitt skipið árið 2010. Með lengingunni eykst lestarplássið töluvert og mun skipið bera 200 kerum meira en það gerir í dag.

Það er útgerðarfélagið Ós sem gerir skipið út. Á meðan Þórunn VE er í burtu mun útgerðin taka á leigu Bylgju VE í um 2 mánuði, og fá þeir skipið leigt frá 20 febrúar.

Sigurjón segir að aflabrögð hafi verið góð upp á síðkastið. „Nú í vikunni erum við búin að ná í um 620 ker, sem fiskaðist í tveimur túrum.”

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-