Endalaust að verja það litla sem við höfum

30.Janúar'19 | 11:26
baer_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Nú berast tíðindi af því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi tekið þá ákvörðun að flytja Láru Huld Guðjónsdóttur sýslumann í Vestmannaeyjum í starf hjá ráðuneytinu. Þá ætti að liggja beinast við að setja annan í embættið. Það ætti þá að vera fullt starf viðkomandi. 

En nú bregður svo við að sýslumaðurinn á Suðurlandi, sem staðsettur er á Selfossi, er settur í starfið. Viðkomandi er ekki búsettur hér og reikna má með því að sá hinn sami verði lítið sem ekkert hér í Vestmannaeyjum við störf. Enda í fullu starfi annars staðar.

Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytsins að á yfirstandandi Alþingi muni ráðherra leggja til breytingar á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn.

Á mannamáli þýðir þetta það að embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði til að nafni til. Hins vegar ætlar dómsmálaráðherra að leggja starfið sem slíkt niður og sameina það sýslumanninum á Suðurlandi, Selfossi. 

Ekki er langt síðan starf skattstjórans í Vestmannaeyjum var lagt niður. Nú er það starf sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Við hér í Eyjum erum endalaust að verja það litla sem við höfum. Ekki verður litið framhjá þeirri staðreynd að dómsmálaráðherra er í Sjálfstæðisflokknum. Líkast til heyra málefni sýslumanna undir allsherjarnefnd Alþingis. Þar situr Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis sem formaður.

Væntanlega munu bæjarstjóri og bæjarfulltrúar láta málið til sín taka á næstunni. Eyjar.net mun fylgja málinu eftir og ræða við þá sem koma að málinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.