Breytingar á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum

29.Janúar'19 | 21:52
syslumadur

Stjórnsýsluhúsið í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Breytingar verða á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. febrúar næstkomandi þegar Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði. 

Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Kristín Þórðardóttir, verður tímabundið settur sýslumaður í Vestmannaeyjum frá  1. febrúar til 31. desember.

Í samstarfi við dómsmálaráðuneytið mun Lára Huld m.a. hafa með höndum að greina rekstur sýslumannsembættanna með tilliti til aukinnar skilvirkni og hagræðingar ásamt því að greina tækifæri fyrir rafræna þjónustu.

Þessar breytingar eru í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hefur kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin.

Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn, segir í frétt á vef stjórnarráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%