Andrea tekur við formennsku sóknarnefndar

- þá voru tillögur að stækkun kirkjugarðsins kynntar á fundinum

29.Janúar'19 | 11:00
landakirkja

Landakirkja. Ljósmynd/TMS

Á sunnudaginn sl. var haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Vestmannaeyjakirkjugarðs. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir lét af störfum sem formaður eftir tvö kjörtímabil (8 ár) og við formennsku tekur Andrea Elín Atladóttir.

„Það er kannski rétt að segja frá því að Sigrún Inga er fyrsti kvenkynsformaður í sögu Ofanleitissóknar, þannig að segja má að hún sé brautryðjandi að þessu leyti hér í Eyjum.” segir Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í samtali við Eyjar.net.

Tveir aðrir létu af störfum í sóknarnefnd, en það voru þeir Magnús Bragason og Guðlaugur Ólafsson, og inn fyrir þá komu þau Stefán Jónasson og Aðalheiður Pétursdóttir. Helga Björk Ólafsdóttir mun taka við gjaldkerastöðunni af Svanhildi Sigurðardóttur.  

Þannig að framkvæmdanefnd verður þá þannig skipuð:

Formaður: Andrea Atladóttir, gjaldkeri: Helga Björk Ólafsdóttir, ritari: Ingibjörg Jónsdóttir.

Guðmundur segir að undir liðnum “önnur mál” á fundinum hafi Páll Zophaníasson kynnt tillögur að stækkun kirkjugarðsins áfram til austurs (milli Túngögu og Litalgerðis), en það er verkefni sem megináherslan verður lögð á á næstu misserum.  Þessar tillögur þarf svo að leggja fyrir Kirkjugarðasambandið og þegar umsögn er komin frá því apparati þá verðum við að leggja þetta fyrir bæinn.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).