830 milljónir í rafvæðingu Herjólfs

29.Janúar'19 | 07:23
DSCN9056

Nýr Herjólfur er væntanlegur hingað til lands í mars. Ljósmynd/aðsend

Samþykkt hefur verið 830 milljóna fjárveiting til að greiða fyrir stærri rafgeyma í nýja Vestmannaeyjaferju og tengibúnað fyrir hleðslu þeirra úr landi, svo sigla megi ferjunni milli lands og Eyja á rafmagni eingöngu. 

Þetta kemur fram í minnisblaði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, og greint er frá á vef Ríkisútvarpsins.
 
Í minnisblaðinu segir að nýr Herjólfur hafi upphaflega verið hannaður sem tvinn-ferja. Rafmótorar knýja skrúfur skipsins, en ætlunin var að raforkan kæmi frá tiltölulega litlum rafgeymum sem dísilknúnar rafstöðvar ferjunnar myndu hlaða. Hins vegar var gert ráð fyrir auka rými í ferjunni, svo hægt væri að setja í hana fleiri og stærri rafgeyma síðar meir, sem þá yrði hægt að hlaða með frá landi með þar til  gerðum búnaði.

Fram kemur að verð á rafgeymum hafi lækkað hratt að undanförnu, og eins og greint hefur verið frá í fréttum gerði skipastöðin Vegagerðinni tilboð snemma árs 2018 um að ljúka þessari rafvæðingu hins nýja Herjólfs áður en hann verður afhentur.

Áætlað er að kostnaðurinn við stærri rafgeyma, hleðslubúnað og uppsetningu hans í Landeyjahöfn og Vestmannayjum nemi um 830 milljónum króna. Gert gert ráð fyrir að vegna minni orkukostnaðar verði geymarnir og hleðslubúnaðurinn farin að skila beinum fjárhagslegum ávinningi innan tíu ára. Ef ráðist yrði í breytingarnar síðar, eins og upphaflega var ætlunin, yrði kostnaðurinn meiri, segir í minnisblaðinu, auk þess sem taka þyrfti ferjuna úr notkun á meðan unnið væri að breytingunum. Því var ákveðið að fara í verkefnið.

Er það meðal annars gert með vísun til sáttmála ríkisstjórnarinnar um stefnu í loftslagsmálum, þar sem meðal annars er kveðið á um orkuskipti í ferjum.  

 

Ruv.is

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.