Vestmannaeyjabær:

Eyrún ráðin deildarstjóri launadeildar

26.Janúar'19 | 09:43
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Vestmannaeyjabær réð á dögunum í starf deildarstjóra launadeildar bæjarins. Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs segir í samtali við Eyjar.net að loknu mati á umsóknum hafi verið ákveðið að ráða Eyrúnu Sigurjónsdóttur úr hópi umsækjenda um starfið.

Eyrún er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Að loknu viðskiptafræðinámi starfaði hún í um fimm ár hjá Íslandsbanka við bókhald og ársreikningagerð og í framhaldi af því í fjögur ár sem viðskiptafræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Árið 2013 flutti Eyrún til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni og frá þeim tíma hefur hún sinnt ýmsum störfum og verkefnum, svo sem sérfræðingur hjá Sparbanken Skane og við þýðingar.  

Eyrún mun hefja störf upp úr miðjum mars.

 

Eftirtaldir einstaklingar sóttu um stöðuna:

 1. Aníta Óðinsdóttir,
 2. Ari Hafberg Friðfinnsson,
 3. Elín Inga Halldórsdóttir,
 4. Eva María Jónsdóttir,
 5. Eyrún Sigurjónsdóttir.
 6. Guðný Bernódusdóttir.
 7. Lilja Margrét Fjalarsdóttir,
 8. Rakel Ýr Ívarsdóttir,
 9. Sindri Ólafsson,
 10. Thelma Sigurðardóttir,
 11. Víðir Þorvarðarson.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).