Vestmannaeyjabær:

Fjórir sóttu um stöðu fjölmenningarfulltrúa

24.Janúar'19 | 11:29
vestm_b_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir starfsmanni til að sinna fjölmenningarmálum hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundna 50% stöðu sem gildir til ársloka í ár.

Tilgangur og markmið starfsins er að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu einstaklinga með annað ríkisfang sem búsettir eru í Vestmannaeyjum. Einnig að vinna að því að aðstoða fólk af erlendum uppruna að vera virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu.

Alls sóttu fjórir einstaklingar um stöðuna. Það eru þær Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, Klaudia Beata Wróbel, Sara Rós Einarsdóttir og Tinna Ósk Þórsdóttir.

Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ verða umsækjendur boðaðir í viðtöl á næstunni og miðað er við að ráða í stöðuna um eða uppúr mánaðamótum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.