46 ár frá upphafi gossins á Heimaey

23.Janúar'19 | 15:29
gosid_sigurgeir_j

Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Í yfir 1.000 ára sögu Vestmannaeyja skipar dagurinn í dag ævarandi sess. Þennan dag eru rétt 46 ár frá upphafi fyrsta eldgoss í byggð á Íslandi, þegar skyndilega fór að gjósa á Heimaey, eitthvað sem engum hafði látið sér detta í hug að gæti gerst. 

Sagt er að gosið hafi hafist laust fyrir kl. 2 um nóttina en strax þá og morguninn eftir yfirgáfu flestir íbúar eyjuna. Um 250-300 manns urðu eftir til að sinna björgunarstörfum og öðru sem huga þurfti að.  

Einn af þeim sem varð eftir var Sigurgeir Jónasson ljósmyndari og hér má eina af fyrstu myndum hans af gosinu. Fyrir kynslóðirnar sem upplifðu gosið þarf ekki að hafa mörg orð, því minningin um gosið hverfur aldrei,en nú eru komnar nýjar kynslóðir, einstaklingar sem annað hvort voru of ungir til að muna eða ófæddir. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að strax í ágúst sama ár og gosinu, lauk byrjuðu fjölskyldurnar að koma aftur heim og fyrir áramót 1973 höfðu yfir 2.000 manns snúið aftur. Seiglan og ástríðan til að eiga búsetu í Eyjum og standa af sér erfiðleika, er engu lík, segir í frétt á vefsvæði Vestmannaeyjabæjar.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).