Sigursveinn nýr formaður Golfklúbbsins

18.Janúar'19 | 09:49
sigursveinn

Sigursveinn Þórðarson er nýr formaður GV. Mynd/aðsend

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Á fundinum urðu formannsskipti og tók Sigursveinn Þórðarson við af Helga Bragasyni sem gegnt hefur formennsku í klúbbnum undanfarin 18 ár. Töluverðar mannabreytingar voru einnig í stjórninni.

Tökum við mjög góðum rekstri

„Við vorum nú bara að hittast sem stjórn í fyrsta skipti í gær og kannski fullsnemmt að segja til um hvort einhverjar áherslubreytingar verða þó við vitum alveg að með nýju fólki verða alltaf einhverjar breytingar. Við tökum við mjög góðum rekstri af fyrri stjórn, þar sem vel hefur gengið að ná niður skuldum klúbbsins á sama tíma og staðið hefur verið í uppbyggingu síðustu ár.  Út úr stjórninni eru að fara miklir reynsluboltar og nú verður það okkar hlutverk að halda áfram því öfluga starfi sem hefur verið í GV síðustu ár. Við munum hittast á næstunni og skipta með okkur verkum og hefjum undirbúning fyrir spennandi golfsumar.” segir Sigursveinn Þórðarson, nýkjörinn formaður GV.

Nýja stjórn GV skipa þau: Sigursveinn Þórðarson, Guðjón Gunnsteinsson, Harpa Gísladóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir, Hallgrímur Steinsson, Sigurjón Pálsson, Óðinn Kristjánsson.

Auk Helga gengu úr stjórn þeir Haraldur Óskarsson sem var að ljúka sínu tuttugasta ári í stjórninni, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson.

 

 

Tags

GV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.