Kvartað undan verðhækkunum í ræktina
18.Janúar'19 | 15:57Fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar.
Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um óvenju mikla hækkun (um 36% hækkun) á árskorti í líkamsræktarsalinn.
Ráðið beinir því til Líkamsræktarstöðvarinnar ehf að endurskoða þessa hækkun enda á engan hátt í samræmi við tilboðsgögn frá Líkamsræktarstöðinni ehf sem samningur við Vestmannaeyjabæ byggir á, segir í bókun fjölskyldu- og tómstundaráðs.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.