Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

17.Janúar'19 | 07:15
landeyjah_staerri_loftm

Landeyjahöfn. Skjáskot/map.is

Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi.

Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan­förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar, segir í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

„Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni.

Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar.

„Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður.

Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann.

Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna.

„Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson.

 

Fréttablaðið.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).