Kalla eftir afstöðu Landsbankans

til þess hvort bankinn muni greiða öðrum fyrrum stofnfjáreigendum, sem ekki eru aðilar dómsmálsins, í samræmi við niðurstöður dómstóla fari svo að niðurstaðan verði sú að Landsbankanum beri að greiða hærra verð fyrir stofnfjárhl

16.Janúar'19 | 13:14
landsbankinn_2016

Útibú Landsbankans í Eyjum. Mynd/TMS

Í lok síðasta árs var þingfest málsókn Vestmannaeyjabæjar, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar hf. gegn Landsbankanum hf, þar sem krafist er að Landsbankinn greiði sanngjarnt og réttmætt endurgjald fyrir þau verðmæti sem bankinn hlaut með yfirtöku stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja við samruna bankans og sparisjóðsins.

Hugsanlegt er að aðrir fyrrum stofnfjáreigendur sparisjóðsins líti svo á að dómsmál ofangreindra aðila sé prófmál varðandi réttmæti þess endurgjalds sem Landsbankinn greiddi fyrir stofnfjárhluti í sparisjóðnum. Þar sem nokkur tími getur liðið þar til niðurstaða dómstóla um ágreiningsefnið liggur fyrir, þá kann að vera ráðlegt fyrir aðra fyrrum stofnfjáreigendur að leita einnig réttar síns gagnvart Landsbankanum, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur því sent bréf til Lilju Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans hf., þar sem óskað er eftir afstöðu Landsbankans til þess hvort bankinn muni greiða öðrum fyrrum stofnfjáreigendum, sem ekki eru aðilar dómsmáli Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar gegn Landsbankanum, í samræmi við niðurstöður dómstóla fari svo að niðurstaðan verði sú að bankanum beri að greiða hærra verð fyrir stofnfjárhlutina.

Bréf bæjarstjóra í heild sinni:

Efni: Afstaða Landsbankans til fyrrum eigenda stofnfjár Sparisjóðs Vestmannaeyja

Þann 18. desember 2018 var þingfest málsókn Vestmannaeyjabæjar, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar hf. gegn Landsbankanum hf.  Stefnendur krefjast þess að Landsbankinn greiði sanngjarnt og réttmætt endurgjald fyrir þau verðmæti sem bankinn hlaut með yfirtöku stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja við samruna bankans og sparisjóðsins. Fyrir liggur skv. matsgerð dómkvaddra matsmanna að Landsbankinn greiddi 45% of lágt verð fyrir stofnféð eða 151 milljón kr.

Undirrituð telur að margir fyrrum stofnfjáreigenda sparisjóðsins kunni að líta svo á, að dómsmál ofangreindra aðila sé prófmál varðandi réttmæti þess endurgjalds sem Landsbankinn greiddi fyrir stofnfjárhluti í sparisjóðnum. Hafa stofnfjáreigendur fylgst með fréttum um framkvæmd þess mats sem nú liggur fyrir.

Þar sem nokkur tími getur liðið þar til niðurstaða dómstóla um ágreiningsefnið liggur fyrir, þá kann að vera ráðlegt fyrir aðra fyrrum stofnfjáreigendur að leita einnig réttar síns gagnvart Landsbankanum. 

Með bréfi þessu er kallað eftir afstöðu Landsbankans til þess hvort bankinn muni greiða öðrum fyrrum stofnfjáreigendum, sem ekki eru aðilar dómsmálsins, í samræmi við niðurstöður dómstóla fari svo að niðurstaðan verði sú að Landsbankanum beri að greiða hærra verð fyrir stofnfjárhlutina.

Telja verður að það væri í samræmi við sanngirni, jafnræði, gagnsæi, auk þess að vera samfélagslega ábyrgt, að Landsbankinn léti í ljós afstöðu sína til framangreinds til upplýsingar fyrir aðra fyrrum stofnfjáreigendur í Sparisjóði Vestmannaeyja. Er óskað eftir svari innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfs þessa, segir í niðurlagi bréfsins.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.