Vestmannaeyjabær:

Til stendur að bjóða út rekstur kvikmyndahússins

15.Janúar'19 | 07:04
kvika

Kvikmyndahúsið er í Kviku. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir mál er varðar rekstur kvikmyndahúss í Kviku. Í fundargerð ráðsins segir að bæjarráð hafi rætt um núverandi fyrirkomulag reksturs kvikmyndahúss í Kviku. 

Þá segir að til standi að bjóða út rekstur kvikmyndahússins þegar búið verður að gera upp þrotabú fyrri rekstraraðila og ljóst hvernig eignir og lausafé (t.d. sýningarvélar og annar tæknibúnaður) skiptist milli kröfuhafa í búið. Talið er að þessari vinnu ljúki fljótlega.

Stefnt er að útboði í mars og búið er að ná saman við núverandi rekstraraðila, sem haldið hefur úti rekstri kvikmyndahússins frá því fyrri rekstraraðili fór í þrot, um að halda áfram starfsemi kvikmyndahússins þar til ráðist verður í útboð.

Bæjarráð fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja málinu eftir.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%