Nemendur FÍV í olíuverkefni Schlumberger Company og Orkustofnunar

15.Janúar'19 | 11:27
file2-4

Lið FÍV. Mynd/aðsend

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var annar tveggja íslenskra skóla sem tók þátt í Olíuverkefni Schlumberger Company og Orkustofnunar. FÍV sendi níu lið til leiks, skipuð 4 nemendum hvert. 

Fyrirtækið Schlumberger Company sem er með um 100,000 starfsmenn er aðal framkvæmdaraðili verkefnisins og Orkustofnun á Íslandi.

Aðeins tveir skólar taka þátt á Íslandi. FÍV, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og FAS, Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu.  Verkefnið snýst um það að finna olíu og gera eins mikil verðmæti úr henni eins og hægt er.

Eins og áður sagði sendi FÍV 9 lið skipuð 4 nemendum hvert og FAS 2 lið einnig skipuð 4 nemendum hvert. Sigurvegarinn fékk að launum ferð til Cambridge í England þar sem keppt er við lið Norðmanna. Undanfarin 3 ár hefur FÍV unnið þessa forkeppni og í fyrra unnu FÍV Norðmennina sem var þeirra fyrsta tap.

En í ár sigraði FAS og fer þar með til Cambridge. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og tók tvo daga  að skera úr um það hvaða lið hefði unnið. Lið frá FÍV varð svo í öðru sæti. En öll liðin stóðu sig með mikilli prýði.

Lið FÍV var skipað eftirtöldum nemendum: Eyþór Ágústsson, Jón Kristinn Elíasson, Hafþór Logi Sigurðsson og Jóhann Bjarni Þrastarsson.

 

Tags

FÍV

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).