Fær bætur vegna líkamsleitar á Þjóðhátíð

15.Janúar'19 | 12:21
IMG_0987

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í síðustu viku íslenska ríkið til að greiða karlmanni 75 þúsund krónur í bætur vegna líkamsleitar lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tæpum tveimur árum. 

Maðurinn vildi fá milljón. Héraðsdómur sagði að umrædd leit hafi ekki verið algerlega tilefnislaus en þar sem málið var fellt niður og maðurinn ekki talin hafa stuðlað að umræddum aðgerðum var fallist á að hann ætti rétt á einhverjum bótum. Manninum og lögreglunni greindi mjög á um hvernig stóð á því að lögreglan leitaði á honum. Ruv.is greinir frá.

Maðurinn sagðist hafa verið að leita að veitingastað í Eyjum ásamt vini sínum þegar hann var stöðvaður af lögreglumanni. Sá hefði spurt hvort hann mætti láta lögregluhund þefa af honum. Hundurinn hefði ekki sýnt honum neinn áhuga en þegar hann ætlaði að ganga leiðar sinnar hafi lögreglumenn varnað honum för, leitað á honum og beint úðabrúsa að andliti hans. Hann sagði lögreglumennina síðan hafa hótað að úða innihaldi brúsans á hann ef hann opnaði ekki munninn. Hann sagðist hafa verið beittur afli til þess að opna munninn og lögreglumenn leitað í munnholi hans með fingrum og framkvæmt sjónskoðun. Leitin hefði verið tilefnislaus og honum verið sleppt.

Lögreglan hafði aðra sögu að segja. Maðurinn hefði ásamt félaga sínum reynt að komast undan og breytt um göngustefnu þegar þeir urðu varir við lögreglu. Lögreglumenn hefðu þurft að hlaupa á eftir þeim og biðja þá að nema staðar. Áður en það gerðist hefði maðurinn tekið pakkningu upp úr vasanum og stungið henni upp í sig.

Fíkniefnahundurinn hefði merkt vasann þar sem pakkningin var en maðurinn hefði neitað að opna munninn og því hafi lögreglumaður þurft að beina að honum úðavopni til að knýja fram þá beiðni. Í stað þess að opna munninn hefði maðurinn hins vegar gleypt pakkninguna og neitað að upplýsa hvað það var sem hann gleypti. 

Sjá umfjöllun um sambærilegt mál

Í skýrslutöku yfir lögreglumanninum sem stýrði leitinni kom fram að hann hefði boðið manninum að fara á sjúkrahús eins og yfirleitt væri gert þegar fólk gleypti fíkniefni. Pakkningin hefði hins vegar ekki verið það stór og því hefði ekki verið talin ástæða til frekari aðgerða. Þá hefði maðurinn líka neitað því að fíkniefni hefðu verið í pakkningunni. 

Héraðsdómur segir að leit lögreglunnar hafi ekki verið algerlega tilefnislaus. Ekki hafi verið brotið gegn meðalhófsreglu þar sem hún hafi tekið fimm mínútur. Þá hafi hún ekki haft í för með sér óþarfa miska eða tjón. Dómurinn segir að þó hegðun mannsins hafi getað vakið grunsemdir þá sé ekki hægt að fallast á það að maðurinn hafi stuðlað að líkamsleitinni með þeim hætti að fella ætti alfarið niður bætur. Þá liggi ekki fyrir hvað það var sem maðurinn gleypti. Voru honum því dæmdar bætur upp á 75 þúsund krónur.

 

Ruv.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is