Fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni

14.Janúar'19 | 22:37
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Karl­maður á þrítugs­aldri var fyr­ir helgi dæmd­ur í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi í Héraðsdómi Suður­lands fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni aðfaranótt 25. fe­brú­ar á síðasta ári. 

Játaði maður­inn brot sín ský­laust og afþakkaði skipaðan verj­anda. Var hon­um enn frem­ur gert að greiða rúm­ar 20 þúsund krón­ur í máls­kostnað.

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms að maður­inn hafi við hand­töku fyr­ir utan skemmti­stað við Kirkju­veg í Vest­manna­eyj­um bitið lög­reglu­mann í hand­ar­bak hægri hand­ar með þeim af­leiðing­um að hann hlaut bit­f­ar og enn frem­ur fyr­ir að hafa, þegar á lög­reglu­stöð var komið, hótað því að beita lög­reglu­konu kyn­ferðis­legu of­beldi og því að hún yrði hvergi óhult. Þá hafi maður­inn hótað báðum lög­regluþjón­un­um líf­láti. 

Enn frem­ur seg­ir í dómn­um að maður­inn hafi tví­veg­is áður sætt refs­ingu. Þannig hafi hon­um verið gerð sekt vegna þjófnaðar í júní 2016 og gert að sæta fang­elsi í 90 daga vegna lík­ams­árás­ar, hót­ana, um­ferðarlaga­brota og vopna­laga­brota í júlí á síðasta ári. Síðar­nefnda refs­ing­in var skil­orðsbund­in til tveggja ára og var mann­in­um dæmd­ur hegn­ing­ar­auki þar sem brotið sem dæmt var fyr­ir fyr­ir helgi var framið fyr­ir brotið síðasta sum­ar.

 

Mbl.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).