Ný ferja afhent í lok febrúar
- ætti það að koma til landsins um miðjan mars
11.Janúar'19 | 07:35Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia í Póllandi vinna við frágang á nýja Herjólfi. Stefnt er að því að skipið verði afhent Vegagerðinni í næsta mánuði og allar áætlanir rekstraraðilans miða að því að hann hefji siglingar 30. mars.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Herjólfs sem Vestmannaeyjabær stendur á bak við, segir að undirbúningur fyrir reksturinn gangi samkvæmt áætlun. Skipstjórnarmaður og vélstjóri eru úti í Póllandi til að fylgjast með smíði skipsins og skipstjóri er hér heima í vinnu við annan undirbúning.
Segir Guðbjartur að prófa eigi skipið úti á sjó í fjórðu viku janúar. Þá verði allur búnaður skipsins prófaður. Það fari eftir niðurstöðu þess hvort ráðast þurfi í frekari lagfæringar. Enn er unnið að innréttingum í skipinu og uppsetningu búnaðar.
Vegagerðin hefur þær upplýsingar frá skipasmíðastöðinni að Herjólfur verði afhentur úti í Póllandi í febrúar. Gert er ráð fyrir að Vegagerðin afhendi hann rekstrarfélaginu í framhaldinu og skipið komi til landsins tveimur vikum síðar.
Þurfa skipið til þjálfunar
Guðbjartur segir að fyrirtækið þurfi einhvern tíma til að þjálfa annað starfsfólk og sigla því til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar til að fá reynslu af aðstæðum í öllum höfnum.
Ef ekkert kemur upp á og skipið verður afhent í lok febrúar ætti það að koma til landsins um miðjan mars. Þá hefur rekstrarfélagið hálfan mánuð til að sinna þessum undirbúningi.
Ekki er búið að ráða allt starfsfólk. Guðbjartur Ellert reiknar með að gengið verði frá því á næstu vikum. Tekur hann fram að ráðningar ráðist af því hvenær fólkið geti hafið vinnu við þau verkefni sem það er ráðið til.
Tags
HerjólfurVilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).