Sorphirðan í lag í næstu viku

10.Janúar'19 | 05:10
sorp

Ljósmynd/úr safni

Geir Zöega stjórnarformaður Kubbs ehf mætti á fund framkvæmda- og hafnarráðs á þriðjudaginn og fór yfir stöðuna í sorphirðu og sorpeyðingu. Fram kom að röskun hefur verið á sorphirðu í desember en áætlanir gera ráð fyrir að regla verði komin á sorphirðu í vikunni 13.-18. janúar.

Ráðið vill árétta að mikilvægt er að þjónusta sem þessi sé í lagi á öllum tímum og felur framkvæmdastjóra að hafa eftirlit með og fylgja því eftir að unnið sé í samræmi við samning, segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.