Hildur Sólveig Sigurðardóttir:

Vestmannaeyjabær bjó til ómetanleg verðmæti með endurgerð á sögufrægu húsi í hjarta miðbæjarins

9.Janúar'19 | 16:27
IMG_1295

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins segir í svari til Eyjar.net varðandi Fiskiðjuframkvæmd Vestmannaeyjabæjar sem fór fram úr fjárhagsáætlunum að hún telji umfjöllun Eyjar.net um aukinn kostnað vegna utanhúsframkvæmda við Fiskiðjuna vera fyrst og fremst villandi. 

Í svari Hildar Sólveigar segir enn fremur:

Heildarkostnaður sveitarfélagsins tæpar 330 milljónir

 
* Heildarkostnaður við utanhússframkvæmdir, hreinsun, rif innanhúss, stigagang, lyftu, inntaksrými og inntök, afldreifiskáp og anddyri er tæpar 330 milljónir.
 
* Á 193. fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 20. júlí 2016 kom fram í minnisblaði áætlun um að þessi kostnaður yrði 270 milljónir
 
* Þær 56 milljónir sem eru komnar framúr þeirri áætlun má samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef kynnt mér skýra af því að klæða þurfti suðurhliðina vegna þess að Ísfélagið var rifið frá og mun meiri kostnaður fór í að hreinsa og farga draslinu sem var í húsinu. Málið hefur verið í eðlilegum ferlum og kynningum innan ráða sveitarfélagsins enda treysti ég því öfluga starfsfólki sem vinnur fyrir Vestmannaeyjabæ í þessu verkefni hvort sem það eru opinberir starfsmenn eða verktakar.
 
 

Svöðusár í miðbænum eða uppbygging?

Þetta fasteignarþróunarverkefni var mjög umdeilt á sínum tíma og Eyjalistinn sýndi ákveðna mótspyrnu gegn því en verkefnið var mjög stefnumótandi fyrir Vestmannaeyjabæ og lýsti ákveðinni framtíðarsýn þáverandi meirihluta. Ákvörðunin sem við stóðum frammi fyrir á sínum tíma var ýmist niðurrif Fiskiðjunnar og skilja eftir stórt svöðusár á einum mest áberandi skipulagsreit miðbæjarins. Í dag eigum við hins vegar glæsilega sögufræga byggingu í hjarta bæjarins. Þar inni er þegar hafin fjölbreytt atvinnu-, menningar- og menntastarfsemi ásamt íbúðum og væntanlegt framtíðarhúsnæði skrifstofa Vestmannaeyjabæjar. Hagræðingarmöguleikar vegna þessara aðgerða eru einnig ótaldir en rekstrarhagræði í sameiginlegum skrifstofum bæjarins og umsjón Merlin með náttúrugripa- og fiskasafninu er töluvert. Útlagður kostnaður vegna verkefnisins til dagsins í dag hefði hugsanlega dugað fyrir nýju fiska- og náttúrugripasafni sem tími var kominn á og þurfti sárlega endurnýjun lífdaga.
 
Þess má að lokum geta að byggja nýtt húsnæði í stað Fiskiðjunnar, þ.e þessa 3300m2 myndi í dag kosta um 700-750 milljónir króna og að innrétta húsnæði af þessari stærðargráðu frá grunni um 1200 milljónir króna. Tækifærin og fjárfestingin sem verkefninu fylgdi eru hins vegar ómetanleg, segir í svari Hildar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%