Cargolux-vél skreytt mjaldramyndum

9.Janúar'19 | 08:32
LX-ECV-BELUGA-1

Ljós­myndir/​Car­golux.com

Car­golux mun leggja til Boeing 747-400ERF-vöru­flutn­ingaþotu til að flytja tvo mjaldra í vor úr Chang­feng-sjáv­ar­dýrag­arðinum í Sj­ang­hæ í Kína til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Búið er að skreyta þot­una sér­stak­lega í til­efni af ferðalagi hval­anna.

Búið verður um mjaldr­ana Litlu-Hvít og Litlu-Grá á sér­stök­um bör­um sem sniðnar eru að hvor­um hval fyr­ir sig. Bör­un­um verður komið fyr­ir í sér­smíðuðum flutn­ingagám­um áður en gám­arn­ir með hvöl­un­um í verða hífðir úr laug safns­ins. Mjöldr­un­um verður ekið fyrsta spöl­inn að Pu Dong-alþjóðaflug­vell­in­um þar sem þeim verður komið fyr­ir um borð í þotu Car­golux sem flýg­ur með þá til Íslands, segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Flogið verður í ein­um áfanga en flug­leiðin er um 9.000 km og tek­ur flugið um tíu klukku­stund­ir. Hvöl­un­um verður svo ekið frá Kefla­vík í Land­eyja­höfn og þeir svo flutt­ir með Herjólfi til Vest­manna­eyja þar sem þeirra bíður at­hvarf. Það er fyrsta at­hvarf mjaldra í heim­in­um sem er fyr­ir opnu hafi. Verk­efnið þykir vera mjög krefj­andi og vanda­samt og alþjóðleg­ir sér­fræðing­ar í flutn­ingi lif­andi sjáv­ar­spen­dýra koma að und­ir­bún­ingn­um. Ferðalag hval­anna á að taka alls um einn sól­ar­hring, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Car­golux og Sea Life Trust.

Auk farþeg­anna tveggja verða átta manns um borð í flug­vél­inni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Car­golux. Þar af verða fjór­ir dýra­lækn­ar, einn full­trúi flug­fé­lags­ins og þrír flug­menn. Sam­tök­in Sea Life Trust, sem mörg sjáv­ar­dýra­söfn eiga aðild að, standa að flutn­ing­un­um ásamt Car­golux. Einnig koma sam­tök­in Whale and Dolp­hin Conservati­on að verk­efn­inu. Merl­in Entertain­ments styrk­ir verk­efnið.

Sjá umfjöllun um flutninginn á heimasíðu Cargolux.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.