Vegagerðin er búin að ákveða að höfnin sé ekki heilsárshöfn

og ég neita að samþykkja það, segir formaður bæjarráðs

8.Janúar'19 | 15:11
njall_r_litil

Njáll Ragnarsson

Nú nýverið voru opnuð tilboð í dýpkun Landeyjahafnar fyrir svokallaða febrúar-dýpkun. Þar var fyrirtækið Björgun lægstbjóðendur, líkt og í fyrra útboði en það var til þriggja ára. 

Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs segir að Vegagerðin sé búin að ákveða að höfnin sé ekki heilsárshöfn, en hann neitar að samþykkja það.

Alger stefnubreyting sem við höfðum ekkert um að segja

„Varðandi dýpkun í Landeyjahöfn þá erum við náttúrulega mjög óhress hvernig staðið var að útboðinu sem opnað var í haust til næstu þriggja ára. Óánægjan er ekki síst með það að Vestmannaeyjabær fékk ekkert um málið að segja. Vegagerðin tók ein og óstudd þá ákvörðun að höfnin væri ekki lengur heilsárshöfn. Þetta er alger stefnubreyting sem við höfðum ekkert um að segja. Við komum mótmælum okkar á framfæri við Vegagerðina, þingmenn og ráðherra. Það er gersamlega óboðlegt að málin fari í svona ferli þar sem sveitarfélagið getur ekki gert neinar athugasemdir um eitt stærsta hagsmunamálið okkar sem eru samgöngur.” segir Njáll.

Sjá einnig: Hagkvæmast að nota öflugt dýpkunarskip til að opna höfnina

Leggjum við þunga áherslu á að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn

Njáll segir að það sem hræðir hann er að þeir aðilar sem eiga að sinna dýpkun í Landeyjahöfn ráði ekki við verkið. Sagan segir okkur bara að þetta gekk ekki vel á sínum tíma en auðvitað þarf það að koma í ljós og við vonum það besta.

„Svo getum við rætt hvað það er sorglegt í blíðunni sem er búin að vera í desember og janúar að það sé ekki hægt að dýpka og opna höfnina þegar svona vel viðrar. Klukkan 6 í morgun var ölduhæðin í landeyjum 1,4 metrar. Og af hverju er ekki verið að dýpka höfnina og opna hana? Skýringin er sú að Vegagerðin er búin að ákveða að höfnin sé ekki heilsárshöfn. Og ég neita að samþykkja það. Þess vegna leggjum við þunga áherslu á að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn þannig að hægt verði að laga hana og gera að heilsárshöfn eins og lagt var upp með í upphafi. Og þetta geri óháðir, utanaðkomandi aðilar án allrar aðkomu þeirra sem bera ábyrgð á stöðunni eins og hún er í dag, Vegagerðinni.” segir formaður bæjarráðs.

Sjá einnig: Frá miðjum nóvember fram í miðjan mars má reikna með töluverðum frátöfum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).