Tölfræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum

Fíkniefnaakstur fjórfaldast á milli ára

8.Janúar'19 | 19:28
loggub

Ljósmynd/TMS

Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi í dag frá sér tölfræði síðustu ára yfir málaflokka brota. Mest sláandi er fjölgun mála er varða akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Er ljóst af þessu að of margir eru í umferðinni undir áhrifum vímuefna sem verður að teljast áhyggjuefni.

 

Neðangreind tafla sýnir samanburð á milli ára í helstu málaflokkum.

Málaflokkur   2014 2015 2016 2017 2018
Hegningarlög alls   84 119 148 107 91
Kynferðisbrot   3 11 7 13 10
Auðgunarbrot    20 36 63 24 19
Líkamsárásir   20 32 33 27 30
Heimilisofbeldi   0 6 14 10 5
Eignaspjöll   31 30 34 33 19
Fíkniefnabrot   63 90 43 63 54
Áfengislagabrot   13 11 8 15 13
Umferðarlagabrot   146 229 306 268 273
Ölvun við akstur   12 10 5 8 13
Fíkniefnaakstur   9 16 7 6 24
Hraðakstur   3 4 4 6 10

 

Eins og sjá má þá hefur hegningarlagabrotum fækkað á milli ára og er helsta skýringin á því að auðgunarbrotum hefur fækkað. Ofbeldisbrotum hefur hins vegar fjölgað örlítið, segir í tilkynningu frá lögreglunni sem að birtist á facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

 

Tags

Lögreglan

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.