Dagbók lögreglunnar:

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar

8.Janúar'19 | 19:13
logreglubill_bl

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Ljósmynd/TMS

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin sér stað aðfaranótt 5. janúar sl. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja þannig að sá sem fyrir árásinni varð fékk bólgur í andlit og glóðarauga. Málið er í rannsókn.

Þetta var meðal verkefna vikuna hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrstu viku ársins, og greint er frá á facebook-síðu embættisins.

Ennfremur segir að laust eftir hádegi þann 5. janúar sl. hafi lögreglu verið tilkynnt um innbrot inn á veitingastaðinn Lundann. Þarna hafði verið farið inn um glugga á austurhlið með því að spenna hann upp. Einnig var gluggi í hurð á jarðhæð brotinn. Reynt var að brjótast inn í einn spilakassa sem er á efri hæð staðarins en það tókst ekki. Að morgni 7. janúar sl. var karlmaður á fertugsaldri handtekinn grunaður um innbrotið og við skýrslutöku viðurkenndi hann að hafa brotist inn á Lundann. Málið er í rannsókn en telst að mestu upplýst.

Tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku og var í báðum tilvikum lagt hald á smáræði af kannabisefnum.

Tags

Lögreglan

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.