Hvalirnir fljúga heim í Klettsvík

7.Janúar'19 | 08:17
klettsvi

Ný heimkynni mjaldrana verða í Klettsvíkinni. Ljósmynd/TMS

Senn líður að flutn­ingi tveggja smá­hvela, mjaldra, í at­hvarf sem komið hef­ur verið upp í Kletts­vík í Vest­manna­eyj­um. Mjaldr­arn­ir, Litla-Hvít og Litla-Grá, eiga flug frá Sj­ang­hæ til Kefla­vík­ur í mars­mánuði. 

Allt virðist ætla að fara eft­ir áætl­un, að sögn Íris­ar Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Kín­versk­ir rík­is­fjöl­miðlar greindu frá því um helg­ina að mjaldr­arn­ir væru sann­ar­lega á leiðinni en Morg­un­blaðið hef­ur fjallað nokkuð um málið frá því til­lög­ur um það voru kynnt­ar árið 2016. Nú er verið að leggja loka­hönd á þjálf­un dýr­anna enda er ljóst að þeim mæta fram­andi aðstæður, bæði í ferðalag­inu sjálfu, flug­inu, og svo á leiðar­enda, á fyr­ir­huguðum griðastað þeirra í Kletts­vík.

Um er að ræða hvala­at­hvarf, hið fyrsta sinn­ar gerðar í heim­in­um, 32.000 fer­metra svæði til að synda um. Þannig verður mjöldr­un­um tveim­ur leyft að búa úti í nátt­úr­unni en þó með aðstoð manna; eft­ir hér um bil ævi­langa dvöl í skemmtigörðum eru þeir ófær­ir um að spjara sig úti í nátt­úr­unni upp á eig­in spýt­ur. Aðstaða mjaldr­anna verður mann­gerð laug þegar kalt er í veðri en einka­vík á betri dög­um.

Verið er steypa upp laug við höfn­ina í Vest­manna­eyj­um sem verður dval­arstaður mjaldr­anna fyrst um sinn, áður en þeir fá að koma sér fyr­ir í sjálfri Kletts­vík. Þar er ekki úti­lokað að þeir lifi til æviloka enda óráð að sleppa hval­dýr­um óstudd­um út í nátt­úr­una eft­ir svo lang­an tíma í dýra­görðum. Ekki þarf til stuðnings þeirri kenn­ingu að leita lengra aft­ur í tím­ann en til Keikó, sem dvald­ist á sama stað í Kletts­vík þar til 2002. Þá var hon­um sleppt laus­um, með þeim af­leiðing­um að ári síðar drapst hann úr lungna­sjúk­dómi skammt und­an Nor­egs­strönd­um.

Hval­irn­ir hval­reki fyr­ir eyna

„Þetta er ein­stakt verk­efni,“ seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið. Og það rétti­lega: aldrei hef­ur hvöl­um á eft­ir­laun­um, sem þess­um, verið gert eins kleift að lifa frjáls­ir en þó und­ir nauðsyn­legu eft­ir­liti sér­fræðinga. Íris seg­ir að Sæheim­ar, sjáv­ar­dýra­safn Vest­manna­eyja, verði færðir niður á höfn og að þangað verði hægt að koma og skoða hval­ina þegar þeir verða þar í laug­inni.

Á hafn­ar­svæðinu verður þannig safn með sæ­dýr­um ýms­um en ekki síður vængjuðum vin­um hafs­ins: lund­an­um verður gert hátt und­ir höfði á safn­inu. Í téðri laug við höfn­ina geta smá­hvel­in svo haft vetr­ar­setu ef þörf kref­ur, sem ku henda, enda viðkvæm dýr.

Auk þess að vera já­kvætt skref í vernd­un dýra seg­ir Íris at­hvarfið jafn­framt mik­il­væga viðbót við það sem bæj­ar­fé­lagið hef­ur að bjóða ferðamönn­um; verk­efnið þannig hval­reki fyr­ir túr­isma á eynni. Ekki aðeins sé þetta nýj­ung í ferðaþjón­ustu á eynni sjálfri held­ur líka á Íslandi gervöllu.

 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Tags

Klettsvík

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).