Febrúar-útboð Vegagerðarinnar:

Hagkvæmast að nota öflugt dýpkunarskip til að opna höfnina

en minna skip til að halda höfninni áfram opinni. - Vegagerðin segir að kostnaður við biðtíma öflugra dýpkunarskipa sé afar hár en það á líka við um kostnaðinn við að koma því á staðinn

7.Janúar'19 | 13:34

Dýpkað í Landeyjahöfn.

Á dögunum voru opnuð tilboð í viðbótar-dýpkun í Landeyjahöfn. Dýpka á nú í febrúar 100.000 rúmmetra og komu inn þrjú tilboð þar sem Björgun bauð lægst. Tilboð þeirra var uppá 134.000 milljónir. Eyjar.net sendi spurningar á forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna hins nýja útboðs.

Nú var boðið út sl. haust dýpkun í Landeyjahöfn til næstu þriggja ára. Í því útboði var tilboðsverð 686 kr/m3. Í seinna útboði er lægsta tilboðsverð 1340 kr/m3, ca 100 % hærra. Nú er veður i febrúar og mars mjög svipuð. Hefði ekki verið eðlilegt að bjóða út febrúar-dýpkunina með fyrra útboði sem farið var i sl. haust, en miðað við það hefði mátt spara um 65 miljónir?

Með að bjóða út dýpkun í febrúar 2019 sérstaklega var hugmyndin að fá fleiri aðila til að dýpka þegar mest er þörf á mikilli afkastagetu og bæta þjónustuna með því að freista þess að opna Landeyjahöfn fyrr en ella. Í fyrra útboðinu var verið að festa dýpkunarskip til að dýpka í 2 mánuði á vorin og 2 mánuði á haustin eins og verið hefur undanfarin ár. Með því er verið að tryggja að það sé dýpkunarskip þegar þess er þörf en minna horft á afkastagetuna.

Fyrstu árin voru dýpkunarskip höfð til taks  allt árið nema á sumrin en reynslan sýndi að það skilaði engum árangri yfir háveturinn, þ.e.a.s. frá desember til og með febrúar. 

Síðustu fimm ár hefur dýpkunarskip verið kölluð til Landeyjahafnar til dýpkunar í desember til febrúar ef útlit var fyrir að unnt yrði að dýpka nægjanlega til að opna höfnina  Með þessu útboði núna var verið að leita eftir því að fá öflugt dýpkunarskip til að opna höfnina sem fyrst en eftir það getur skipið farið. Kostnaður við biðtíma öflugra dýpkunarskipa er afar hár en það á líka við um kostnaðinn við að koma því á staðinn.  

Það hefur sýnt sig að eftir að höfnin hefur opnast þá getur töluvert afkastaminna skip haldið henni opinni. Þannig að æskilegast er að nota öflugt skip til að opna höfnina en minna skip til að halda henni opinni áfram. Þessu mætti helst líkja við snjóþungan fjallveg en þá er notaður notaður snjóblásari til að opna en svo vörubílar með tönn til að halda veginum opnum.  

Það er að mat Vegagerðarinnar að það sé hagkvæmast að nota öflugt dýpkunarskip til að opna en minna skip til að halda höfninni opinni. Það er að sjálfsögðu kostnaðaríþyngjandi að skipta um dýpkunarskip.
 
Hvað varðar fullyrðingar um að veðrið sé sambærileg í febrúar og mars þá hefur reynslan sýnt að dýpkunardagar í mars eru ríflega tvöfalt fleiri en í febrúar. Sama gildir um desember og janúar en þar eru afar fáir dýpkunardagar og munurinn milli mars og þessara mánuði jafnvel enn meiri. 

Var þá sett í skilmála útboðsins að það þyrfti skip sem réði við eitthverja lágmarksdælingu á sólarhring? 

Það var sett skilyrði um afköst eða 12.000 m3 á sólarhring miðað við 1,4 m ölduhæð. Til samanburðar þá er þetta ívið meiri afköst en Galilei2000 hefur við þessa ölduhæð. Það er ekki búið að semja við verktaka og verið að fara yfir tilboðin og hvort þau standist útboðsskilmálana. 
 

Með þessari ráðstöfun nú, er ljóst að dýpka á að lágmarki um 400 þúsund rúmmetra á árinu, þrátt fyrir að ný grunnrist ferja eiga að taka við nú í byrjun árs. Þetta er að nálgast það magn sem dýpkað hefur verið fyrir núverandi ferju.

Mun þurfa að dýpka svipað mikið fyrir nýju ferjuna og gert hefur verið hingað til?

Hvað varðar aukið magn þá er það svo að breytingin á Landeyjahöfn gerir það að verkum að það þarf að dýpka sérstaklega í innri höfninni. Það einstaklega hentugt fyrir lítil dýpkunarskip en ekki öflugri dýpkunarskip. Því er þetta viðbótarmagn fyrst og fremst tilkomið vegna stækkunar innri hafnar en ekki að halda dýpi nægjanlegu í Landeyjahöfn.

Sjá einnig: Með tilkomu nýrrar ferju þarf að sjálfsögðu ekki að dýpka eins mikið
 
Í framtíðinni þá er ætlunin að tryggja dýpkun yfir háveturinn frá landi. Það er gert með því dæla úr hafnarmynninu með dælu og krana. Með nýrri grunnristari ferju má dýpið verða minna án þess að það skerði siglingar og þó að það sé erfitt að halda dýpi nægjanlegu í hafnamynni þá er það viðráðanlegt, segir í svari forsvarsmanna Vegagerðarinnar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.