Ási lét gamlan draum rætast

7.Janúar'19 | 11:34
asmund

Ásmundur Friðriksson er sestur á skólabekk.

„Í dag læt ég gamlan draum rætast og sest á skólabekk í Björgunarskóla sjómanna. Það var ein mín fyrsta heimsókn sem þingmaður að heimsækja Hilmar skólastjóra um borð í Sæbjörgu og þá ákvað ég að fara í skólann.” segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður á facebook-síðu sinni.

„Síðan gerðist lítið í því þangað til að mér bauðst pláss á Bylgju Ve 75 sl. sumar. Þá þurfti ég undanþágu vegna þess að ég hafði ekki farið í Björgunarskólann en allir fá eina undanþágu svo nú verð ég að láta verða að þessu bjóðist mér aftur að taka einn túr eða svo í framtíðinn mér til ánægju.

Ég hlakka mikið til þess að vera hér næstu fimm dagana og fræðast um öryggismál sjómanna. Það er þó ýmislegt sem ég þarf að sinna með og er líka löngu ákveðið eins og fundir í nefndum og slíkt en vonandi truflar það námið ekki mikið. Við reynum að sameina það allt saman.

Hér er vösk sveit manna sem er klár í slaginn og vonandi verður þingmaðurinn ekki afturbátur þeirra og hann ekki kjöldreginn af skipsfélögum sínum á Sæbjörgu.” segir þingmaðurinn.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).