Landakirkja:

Starfið af stað á nýju ári

3.Janúar'19 | 18:07
born_sunnud

Fyrsti sunnudagaskóli ársins verður á dagskrá sunnudaginn 13. janúar. Ljósmynd/TMS

Starfið í Landakirkju hefur göngu sína á ný að loknu jólafríi. Æskulýðsfundir hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K hefjast sunnudaginn 6. janúar og krakkaklúbbarnir 1T2, 3T4 og TTT miðvikudaginn 9. janúar. 

Fyrsti sunnudagaskóli ársins verður á dagskrá sunnudaginn 13. janúar. Kirkjustarf fatlaðara fer svo af stað mánudaginn 14. janúar. Tímasetningar eru sem hér segir.

1T2
Miðvikudagar kl. 15:30 – 16:20

3T4
Miðvikudagar frá kl. 16.30 – 17.20

TTT
Miðvikudagar frá kl. 14.40 – 15.30

Kirkjustarf fatlaðra
Annan hvern mánudag frá kl. 17.00-18.00

Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum
Sunnudagskvöld frá kl. 20.00 – 21.30
Opin hús í safnaðarheimilinu frá 20.00 – 21.00

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.