Eftir Írisi Róbertsdóttur
Til hamingju með 100 ára afmælið!
1.Janúar'19 | 06:17Upphaf búsetu í Vestmannaeyjum má rekja langt aftur; að sumra mati lengra aftur í sögunni en nokkurs annars staðar á Íslandi með komu Papanna frá Írlandi. Hér í Eyjum er einnig talinn hafa verið elsti þéttbýlisstaður landsins.
Hinn 18. ágúst árið 1786 fengu sex staðir kaupstaðarréttindi í fyrsta sinn sem þau voru veitt á Íslandi og voru Vestmannaeyjar einn þeirra. Rúmum 20 árum seinna, í apríl 1807, misstu Vestmannaeyjar þessi réttindi en fengu þau endanlega aftur 22. nóvember árið 1918. Þá staðfesti konungur lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar, sem öðluðust gildi 1. janúar 1919. Sá dagur telst því vera stofndagur Vestmannaeyjabæjar.
Það er merkilegt að yfirskriftin á þessari lagasetningu er Lög um bæjarstjórn Vestmannaeyja en ekki Lög um kaupstaðarréttindi. Ástæðan er vitaskuld sú að réttindin sem Vestmannaeyingar öðluðust á nýársdag 1919 var rétturinn til að ráða eigin málum eða eins og það er orðað í lögunum: „Bæjarstjórnin stýrir málefnum kaupstaðarins“. Kosið var um nýja bæjarstjórn strax 16. janúar og fyrsti fundur hennar var haldinn 14. febrúar í Borg sem stóð neðst við Heimagötu og fór undir hraun.
Í dag er því 100 ára afmæli bæjarins okkar. Þess verður minnst með margvíslegum hætti á árinu sem nánar verður auglýst síðar. Eiginlegur afmælishátíðardagur verður föstudagurinn 5. júlí.
Fyrsta dagskrá ársins verður í dag, 1. janúar, á 100 ára afmælisdaginn sjálfan.
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, opnar sýningu á heildarsafni Vestmannaeyjabæjar á málverkum Jóhannesar Kjarvals, samtals 37 verk. Sýningin verður opnuð í Safnahúsinu kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00 og stendur aðeins þennan eina dag.
Ég óska öllum íbúum þessa 100 ára gamla bæjar gleðilegs og farsæls afmælisárs!
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.