Stærsta safn Kjarvalsmálverka utan Kjarvalsstaða til sýnis á nýársdag

í Einarsstofu í Safnahúsinu

31.Desember'18 | 10:42
safnahusid_utan

Sýningin er í Safnahúsinu á nýársdag. Ljósmynd/TMS

Á nýársdag árið 1919 gengu í gildi lög um kaupstaðarréttindi Vestmannaeyjabæjar. Hinn 1. janúar 2019 eru því rétt 100 ár liðin frá þessum einstaka viðburði í sögu Vestmannaeyja. Í tilefni „aldarafmælisdagsins“ er efnt til sýningar í Safnahúsinu aðeins þennan eina dag. 

Stærsta safn Kjarvalsmálverka utan Kjarvalsstaða er í eigu Vestmannaeyjabæjar, samtals 37 málverk, en hið síðasta var keypt í desember 2018. Á nýársdag kl. 13-17 gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá öll verkin saman á einni sýningu, en fram til þessa hefur einungis valið úrval verið sýnt. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun setja sýninguna stundvíslega kl. 13:00.

Um leið og við óskum bæjarbúum gleðilegs afmælisárs bjóðum við ykkur að fagna þessum hátíðisdegi í sögu Vestmannaeyja með því að sjá einstakt málverkasafn í eigu bæjarins. Kjarvalssýningin er í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar í Safnahúsinu á nýársdag kl. 13-17, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-