Georg Eiður Arnarson skrifar:

Áramót 18/19

29.Desember'18 | 21:34
bryggja_0217

Georg hér á spjalli við smábátasjómenn á bryggjunni. Ljósmynd/TMS

Mikið átakaár að baki og líka mjög skrýtið ár og að vissu leyti má segja sem svo, að endirinn á árinu sé eitthvað sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér, en kem betur að því í lok greinarinnar.

Ég hef fjallað um ýmis mál á árinu, en erfiðast var að fara í gegnum uppgjörið, en að gefnu tilefni langar mig að þakka öllum þeim, sem komið hafa til mín eða haft samband og vilja þakka mér fyrir að segja sannleikann um það, hvernig pólitíkin er stundum og að vissu leyti skil ég það vel, sjálfsagt hefði ég aldrei látið neitt fara frá mér ef ég hefði verið flokksbundinn einhver staðar.

Eitt af þeim málum sem ég hef mest fjallað um sl. áratug, en ekkert á þessu ári, er mér svolítið ofarlega í huga núna, en samgöngumálin eru og verða heitasta málið hér í Vestmannaeyjum, en nú liggur fyrir að búið er að kynna siglingaáætlunina fyrir næstu 2 árin, 7 ferðir á dag alla daga ef gefur í Landeyjahöfn.

Fyrir okkur hafnarverðina, mætti þess vegna sigla allan sólarhringinn ef þörf væri á því, en ég veit ekki hvort að þörf sé á 7 ferðum yfir vetrar mánuðina og hefði haldið að með því að Vestmannaeyjabær taki yfir reksturinn, þá yrði siglingaáætlunin betri og sveigjanlegri eftir þörfum á hverjum tíma, en þetta mun allt skýrast þegar á reynir. Vonandi verður þessi siglingaráætlun ekki á kostnað þess möguleika á að lækka fargjöldin.

Einnig er svolítið skrýtið að heyra fréttir af því, að búið sé að opna fyrir pantanir með skipinu næsta sumar, en maður hefði einmitt haldið að með fjölgun ferða væri hægt að sleppa þessu pantanaveseni og útfæra þetta á annan hátt og þannig koma í veg fyrir að allur sá fjöldi ferðamanna hætti við að koma hingað vegna biðlistana, sérstaklega þegar haft er í huga, eins og við Eyjamenn þekkjum svo vel, að vera á biðlista og svo siglir kannski aðeins hálffullt skip yfir.

Ný ferja mun koma á næstu mánuðum, vonandi verður hún framfararspor, ég er hins vegar ósáttur við það að ekkert eigi að gera til þess að laga aðkomuna að Landeyjahöfn, sem er stóra vandamálið. Allt annað sem á að gera í Landeyjahöfn, eins og t.d. að setja dælubúnað á garðana er fyrst og fremst tilrauna starfsemi, sem enginn veit hvort að skili einhverju raunverulegu. Ég hef þrátt fyrir þetta ákveðinn skilning á því að Vegagerðin vilji ekki leggja til lengingu á austurgarði til þess að verja aðkomuna að höfninni, enda ljóst að kostnaðurinn við slíkt yrði sennilega mun hærri heldur en að gera sjálfa höfnina, mín afstaða er því óbreytt, á meðan ekkert er gert til þess að verja aðkomuna að höfninni, þá verður Landeyjahöfn aldrei heilsárshöfn.

Stærstu tíðindin á árinu hjá mér voru klárlega þau, að ég náði að selja útgerðina eins og hún lagði sig. Við þetta var ég bara mjög sáttur, kominn í fasta vinnu sem hafnarvörður og ágæt laun með því að taka alla þá yfirvinnu sem í boði er, en þarna einmitt koma um leið stærstu tíðindin á árinu hjá mér, en viku fyrir jól vorum við hafnarverðir í Vestmannaeyjum boðaðir á fund, þar sem kynnt var fyrir okkur breytt vaktarfyrirkomulag sem taka á gildi frá og með 1. apríl n.k. en þar kemur fram ma. að hafnarvörðum verður fjölgað úr 3 í 5, settar á 5 vikna vaktir þar sem hver hafnarvörður fær amk. 11 frídaga og öll yfirvinna skorin niður. Okkur hafnarvörðum reiknast til að þetta muni þýða allt að 40% launalækkun, að sjálfsögðu misjafnt milli mánaða, við erum að sjálfsögðu ennþá að melta þetta og það í samráði við formann Stavey. Hvernig þetta endar er ómögulegt að segja, en fyrir mig þýðir þetta það að með sumarfríi þá mun ég hugsanlega eiga allt að 5 mánuði í fríi á ári, sem er eitthvað sem mér hugnast klárlega ekki.

Ég hafði fyrir nokkru síðan auglýst tuðruna mína til sölu og hún er enn til sölu. Hugmyndin var að finna sér lítinn bát til að leika sér á í fríum, en þar sem fríin stefna í að verða þetta mikil þá gerði ég rétt fyrir jól tilboð í tæplega 9 metra bát og fékk já. Að sjálfsögðu á ég eftir að skoða gripinn, enda er hann fyrir norðan land, svo það furðulega við þetta ár í mínu lífi er árið sem ég seldi útgerðina ákveðinn í að hætta alveg í útgerð, endaði ég hugsanlega með því að kaupa mér nýjan bát. 

Ég er bæði pínu spenntur fyrir þessu og svo alls ekki, enda veit ég ekkert hvernig líkaminn bregst við að fara að róa aftur en að sjálfsögðu fer þetta allt saman eftir því, hvernig þessir samningar enda en mér fannst ágæt lýsing á þessu koma frá félaga mínum við höfnina: Þetta var nú ekki jólagjöfin sem við höfðum óskað okkur. 

Það mun klárlega mikið ganga á á nýja árinu og vonandi fá allir óskir sínar uppfylltar.

Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).