Dagbók lögreglunnar:

Brotist inn í verslun 66°N að morgni jóladags

28.Desember'18 | 16:48
vestm_b_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur haft í nógu að snúast á undanförnum vikum. Að morgni jóladags var tilkynnt um innbrot í verslun 66°N við Miðstræti þar sem úlpum var stolið. Sá sem þarna var að verki náðist fljótlega og var vistaður í fangageymslu á meðan á frumrannsókn málsins stóð. 

Málið er í rannsókn.

Sjá einnig: Lögreglan rannsakar kynferðisbrot

Fíkniefnamál og ölvunarakstur

Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp á undanförnum vikum og er í tveimur tilvikum grunur um dreifingu og sölu á fíkniefnum enda um talsvert magn að ræða.

Á undanförnum vikum hafa þrír ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Áramót nálgast

Áramót nálgast og vill lögregla beina því til fólks að fara varlega með skotelda og þá er athygli sérstaklega vakin á því að óæskilegt er að skjóta upp neyðarblysum eða sólum vegna eldhættu og misvísandi boðum til björgunaraðila. Útrunnum neyðarblysum skal skila til eyðingar.

Að endingu óskar lögreglan bæjarbúum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs með von um að nýja árið verið farsælt, segir í yfirliti lögreglunnar sem birt er á facebooksíðu embættisins.

Tags

Lögreglan

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.