Fréttatilkynning:

Opið bókhald Vestmannaeyjabæjar

21.Desember'18 | 14:14
opid_bokhald

Skjáskot/vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjabær hefur nú opnað bókhald bæjarins með aðgengilegum og myndrænum hætti. Þar gefst kostur á að nálgast upplýsingar um tekjur og gjöld bæjarsjóðs Vestmannaeyja, hvernig fjármagn er aflað og ráðstafað. 

Um er að ræða veflausn sem býður upp á myndræna framsetningu í súluritum, kökum og hlutfallsmyndum, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Lausnin er unnin í samvinnu við fyrirtækið Wise sem annast þjónustu við rekstur bókhaldskerfi Vestmannaeyjabæjar. Veflausnin er hluti af Navision og notast við vöruhús gagna og Microsoft Power BI. Lausnin sækir gögn í bókhald sveitarfélagsins sem uppfærast jafn óðum.

Þegar komið er inn á síðuna er hægt að velja fjóra yfirflokka:

  1. Hvert fara peningarnir? - allir flokkar.
  2. Hvaðan koma peningarnir? þar sem hægt er sjá skiptingu skatttekna.
  3. Hvert fara peningarnir? - greining þar sem hægt er sjá hverja einingu og skoða tekjur, vörukaup, þjónustukaup og hverjir eru helstu lánadrottnar.
  4. Hvert fara peningarnir? – lánadrottnar en þar má sjá alla lánardrottna og heildarfjárhæðir viðskipta. 

Með þessu vill Vestmannaeyjabær stuðla að bættu upplýsingaflæði um öflun og ráðstöfun fjármagns bæjarfélagsins og bæta gegnsæi og þjónustu við íbúa.

Hægt er að nálgast opna bókhaldið með því að smella hér.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).