Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Jólin, aftur og ný-búin

19.Desember'18 | 19:29
loa_bald_cr-001

Lóa Baldvinsdóttir

Ég hef verið í basli með að finna jólagleðina mína þessa aðventuna. Það er afar erfitt fyrir mig að viðurkenna þetta þar sem ég hef alltaf elskað þennan tíma, þetta er uppáhalds tíminn minn og mér líður alltaf vel þegar líða fer að jólum. En þetta árið hef ég ekki fundið taktinn...

En í dag læddust jólin inn í hjartað mitt þegar ég átti falleg og gott spjall við góða kunningjakonu mína. Við vorum að ræða hvar við yrðum um jól og áramót og hvort, og þá hverjir, væru með okkur. Hún sagði mér að þau fjölskyldan yrðu heima hjá sér, eins og alltaf, og um áramótin yrðu líka hjá þeim tveir einstaklingar sem eiga ekki fjölskyldu og yrðu því annars einir. Þarna gerðist það, þarna kom tilgangur jólanna í allri sinni dýrð og tók sér bólfestu í litla hjartanu mínu. Það sem fallegast er að þegar hún sagði þetta var eins og ekkert væri sjálfsagðara en að hafa ,,ókunnugt" fólk heima hjá sér á mestu fjölskylduhátíð ársins. Hún sagði þau gera þetta árlega, ýmist um jól, áramót eða bæði kvöldin.

Auglýsingar um jólahlaðborð, jólatónleika, gjafir frá alvöru hönnuðum, fartölvur handa börnunum og utanlandsferð undir tréð handa þeim sem þú elskar mest, hafa hægt og bítandi verið að sjúga úr mér jólagleðina. Sumir segja að það sé líklega bara vegna þess að ég get ekki tekið þátt í þessu kapphlaupi þar sem ég á ekki peninga í það. Það er bara ekki málið, málið er að ég get bara ekki samþykkt að jólin snúist í alvöru um dauða hluti, peninga eða það að steypa mér í það miklar skuldir að ég verð langt fram að næstu jólum að borga brúsann.

Ég er svo gamaldags að gjafirnar sem ég gef fólkinu mínu er ég að gefa til að þakka þeim fyrir að standa með mér, sýna þeim að það er ekkert sem skiptir meira máli í lífinu en þau og gjafirnar frá mér eru alltaf gefnar af heilum hug og með öllu hjartanu....... Stundum hef ég gefið kerti en ég hef líka gefið mikið þegar vel stendur á en það breytir því ekki að hugurinn er alltaf sá sami og ég hef aldrei fengið spurninguna ,,Elskarðu mig bara fyrir 2500 kall?"

Ekki halda að ég sé Dalai Lama endurfæddur og afneiti bara allri neyslu og klikkun, alls ekki. Ég er virkur þátttakandi í neyslubrjálæðinu og kaupi gjafir, óeðlilegt magn af mat og drykk, fór á jólatónleika með Baggalút og læt allt of oft glepjast af auglýsingum sem dynja á eyrum mínum allan liðlangan daginn. En ég reyni af bestu getu að spyrna við fótum og vinn mig markvisst frá því að verða úttauguð og ranghverf af stressi.

Ég er þakklát fyrir að hafa átt þetta spjall í dag, 5 dagar í jól og ég var hreinlega farin að velta því fyrir mér að ég væri hætt að vera Cindy Lou en væri þess í stað orðin Grinch. Ég þakka fyrir það að þessi yndislega fjölskylda minnti mig á það að jólin snúast um manngæsku, kærleika, samveru og ást. Allt annað eru gerviþarfir sem við höfum búið okkur til.

Þið sem eruð aflögufær, gefið með ykkur og leyfið þeim sem minna eiga að njóta með ykkur svo allir hafi það gott um jólin. Það eru svo margir einmana, sorgmæddir og óöruggir á þessum fallega tíma ljóss og friðar og við sem manneskjur eigum ekki að líta framhjá því. Réttum bara út höndina, brosum og bjóðum fram aðstoð okkar.

Mínar hjartans óskir um gleðileg og hamingjurík jól til ykkar allra elsku fólkið mitt.

Til lífs og til gleði

Lóa :-)

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).