Jólahvíslið 2018:

Þetta er gjöf frá okkur til ykkar

18.Desember'18 | 07:57
Jólahvísl 2017 3

Frá tónleikunum í fyrra. Ljósmyndir/aðsendar

Á föstudaginn kemur verða tónleikarnir Jólahvísl haldnir í Hvítasunnukirkjunni. Þetta er í þriðja skiptið sem slíkir tónleikar eru haldnir. Í fyrra var nánast fullt hús og var það mál manna að tónleikarnir hafi verið mjög vel heppnaðir. 

Eyjar.net ræddi við þær Guðnýju Emilíönu Tórshamar og Elísabetu Guðnadóttur sem koma fram á tónleikunum.

En auk Guðnýjar og Elísabetar koma fram þau Guðni Hjálmarsson, Unnur Ólafsdóttir og Hjálmar Karl Guðnason. Hljómsveitina skipa Helgi Tórshamar, Dúni Geirsson, Bjarki Ingason, Simmi Einarsson, Elvar Þór Eðvaldsson, Páll Viðar, Guðný Sigurmundsdóttir og Balazs Stankowsky. Hörður Þór Harðarson sér svo um að skila hljóðinu til gesta.

Vildum gera eitthvað fallegt fyrir samfélagið okkar

„Í október 2016 langaði Unni Ólafsdóttur að halda huggulega jólatónleika í Hvítasunnukirkjunni þau jólin þar sem við, Guðný, Elísabet og Jenný, sem hefur reyndar ekki verið með okkur síðan þá, myndum syngja og leika fallega tónlist. Helgi Tórshamar og Guðbjörg Guðjónsdótti ákváðu að taka þetta soldið lengra og við fengum í lið með okkur reynda tónlistamenn. Við vildum einnig gera eitthvað fallegt fyrir samfélagið okkar hér í Eyjum, bjóða uppá tónleika þar sem fólk gæti flúið jólastressið eina kvöldstund og hlustað á ljúfa jólatónlist í huggulegu umhverfi,” segja þær aðspurðar um kveikjuna af því að halda slíka tónleika.

Allt er þetta sjálfboðavinna

Er þær eru spurðar út í fjöldann sem mættu í fyrra segja þær að hann hafi svo sannarlega komið á óvart. „Já! Heldur betur! Við bjuggumst við aukningu frá árinu áður en við áttum ekki von á svona góðri og frábærri mætingu. Við vorum mjög glöð.”

Það kostar mikla vinnu að koma slíkum tónleikum á laggirnar. Þær segja að um 30 manns komi að vinnu við tónleikana og allt er þetta sjálfboðavinna. Síðan á kirkjan okkar og söfnuðurinn mikinn þátt í þessu líka.

Hjálpa fjölskyldum í Vestmannaeyjum

Þær segja tónleikarnir verði aldrei eins og árið áður, breytast á hverju ári! „Til að mynda önnur sviðsmynd, en við segjum ekki meira.” Eins og áður segir eru tónleikarnir á föstudaginn, þann 21. des kl 20:30. Húsið opnar 20:00 og er frítt inn.
 
Að endingu vilja þær Guðný og Elísabet benda á að á staðnum verður baukur fyrir frjáls framlög sem eru mjög vel þegin til þess að hjálpa fjölskyldum í Vestmannaeyjum. „Hægt er að fylgjast með okkur á instagram og facebook; Jólahvísl! Takk Höddi.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.