Ekki varð vart við loðnu fyr­ir norðaust­an land

18.Desember'18 | 08:43
heimaey_ve_1

Heima­ey VE. Ljósmynd/TMS

Sam­ráðshóp­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa hitt­ist á fundi í viku­lok­in þar sem m.a. verður rætt um fram­hald loðnu­mæl­inga í janú­ar. 

Heima­ey VE lauk sín­um leiðangri á sunnu­dag, en ekki varð vart við loðnu fyr­ir norðaust­an land, en í viku­löng­um túr í sam­vinnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa var áhersla lögð á að kanna svæðið aust­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg.

Að því loknu var farið vest­ur með land­grunnskant­in­um, en síðan í haust hafa fregn­ir borist af loðnu á Vest­fjarðamiðum. Í um­fjöll­un um leiðang­ur­inn í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, að það sé hefðbundið að loðna sé á því svæði á þess­um árs­tíma. Þarna hafi verið eldri og yngri loðna í bland og verið sé að vinna úr gögn­um.

 

Mbl.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is