Vilhjálmur gaf rausnarlegar gjafir

13.Desember'18 | 13:35
IMG_5064

Frá afhendingu gjafanna. Ljósmyndir/TMS

Vilhjálmur Stefánsson sem dvelur nú á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum gaf í dag Rauða Krossinum og Kvenfélaginu Líkn rausnarlegar gjafir.  

Vilhjálmur gaf hvoru félagi fyrir sig hálfa milljón króna og vill hann með þessu styðja við bakið á félögunum, sem áfram styðja við þá sem á þurfa að halda.

Við gjöfunum tóku fyrir hönd Kvenfélagsins Líknar, Kristín Gunnarsdóttir sem er gjaldkeri félagsins og frá Rauða Krossinum veittu gjöfinni viðtöku þau Geir Jón Þórisson, formaður og Þórunn Jónsdóttir, gjaldkeri.

Fulltrúar beggja félaga vildu koma á framfæri kæru þakklæti til Vilhjálms fyrir höfðinglega gjöf nú í jólamánuðinum.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.