The Brothers Brewery stækka við sig

13.Desember'18 | 09:34
stofan

Bárustígur 7 mun á nýju ári verða ölstofa The Brothers Brewery. Ljósmynd/TMS

Bjórframleiðslufyrirtækið The Brothers Brewery hafa fjárfest í húsnæði í Vestmannaeyjum. Á facebook-síðu ölstofunnar segir að í gær hafi eigendurnir skrifað við undir kaupsamning að Bárustíg 7. Um er að ræða húsnæðið sem nú hýsir Stofuna-Bakhús. 

Enn fremur segir í tilkynningu The Brothers Brewery að eignin verði afhent þann 1.febrúar og þá verður hafist handa við breytingar á eigninni.

„Í framhaldinu flytjum við svo framleiðsluna og ölstofuna yfir götuna á nýjan stað. Við viljum þakka leigusölum okkar í Baldurshaga og nágrönnum fyrir gott samstarf.” segir í tilkynningunni.

Þessu tengt: Stofan Bakhús hættir rekstri

 

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.