Úthlutað úr verkefninu „Viltu hafa áhrif?”

12.Desember'18 | 11:01
Vestmannaeyjar_3_sundl_utisv

Hæsta styrkinn í ár fékk Sundlaug Vestmannaeyja vegna kalda potts á útisvæði.

Verkefnið Viltu hafa áhrif? hefur verið í gangi í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar undanfarin ár. Í ár bárust á þriðja tug ábendinga og umsókna. Tíu verkefni hluti styrki í ár uppá samtals 10,9 milljónir.

 Ákveðið hefur verið að veita eftirfarandi verkefnum styrki á árinu 2019:

1. Karatefélag Vestmannaeyja 350.000 kr. vegna kaupa á búnaði. Forsvarsmaður Haukur Jónsson. 
2. Grafsíska-sögusýningin Gakktí bæinn 350.000 kr. Umsækjandi Kristinn Pálsson. 
3. Þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 250.000 kr. Umsækjandi Laufey Jörgensdóttir. 
4. Lionsklúbbur Vestmannaeyja 100.000 kr. vegna kaupa á þolþjálfunartæki fyrir HSU. Forsvarsmaður Sigmar Georgsson. 
5. Saga knattspyrnumóta í Vestmannaeyjum 250.000 kr. Umsækjandi Sigríður Inga Kristmannsdóttir. 
6. Afmælissýningu á goslokum 2019, 100.000 kr. Umsækjandi Sigurfinnur Sigurfinnsson. 
7. Ljósmyndasýning um Heimaeyjagosið og heimildaöflun Svavars Steingrímssonar 250.000 kr. Forsvarsmaður Sindri Ólafsson. 
8. Stuðningur við sjómannadagsráð vegna hátíðarhalda 250.000 kr. Forsvarsmaður Ríkharður Zoega. 
9. Skátafélagið Faxi vegna uppbyggingar á útisvæði í Skátastykki suður á Eyju 2.500.000 kr. Forsvarsmaður Frosti Gíslason. 
10. Sundlaug Vestmannaeyja vegna kalda potts á útisvæði 6.500.000 kr. Forsvarsmaður sundlaugagesta Erna Jóhannesdóttir.

Hér er um frábær verkefni að ræða sem auðga íþrótta- útivistar-, og menningarlíf og bæta aðstöðu almennt í Vestmannaeyjum, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%