Bæjarstjórn skorar á Alþingi

12.Desember'18 | 07:11
ernir_ny_vel_2018

Starfshópur samgönguráðherra leggur m.a. til að teknar verði upp 50% niðurgreiðslur á flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Ljósmynd/Óskar Elías Sigurðsson

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn var umræða um samgöngumál. Þar var lögð fram bókun frá bæjarfulltrúum D-lista sem bæjarfulltrúar E- og H-lista tóku undir. Bókunin hljóðar svo:

Áskorun til Alþingis.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagna niðurstöðu starfshóps samgönguráðherra sem leggur m.a. til að teknar verði upp 50% niðurgreiðslur á flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar til að byrja með fyrir fjórar ferðir (8 leggir) á ári og að framtíðarstaðsetning innanlandsflug verði áfram í Vatnsmýri amk. næstu 15-20 ár. Líklegt þykir að tillögurnar verði ekki komnar í framkvæmd fyrr en árið 2020.

Bæjarstjórn þakkar starfshópnum góð störf og hvetja þingheim allan til að samþykkja tillögurnar þannig að þær megi verða að veruleika eins fljótt og auðið er. Það er á grundvelli jafnréttis, sanngirni og grundvallarmannréttinda að slíkum mótvægisaðgerðum líkt og niðurgreiðsla flugfargjalda eru sé beitt en dreifðari byggðir landsins hafa mátt þola miklar skerðingar á grunnþjónustu á undanförnum árum, heilbrigðisþjónusta hefur víða verið skert og opinberum störfum fækkað, og á sama tíma og landsbyggðarfólki er í síauknum mæli gert nauðsynlegt að sækja sína grunnþjónustu til höfuðborgar hafa fargjöld hækkað og samgöngumannvirkjum á borð við þjóðvegi og hafnir ekki nægjanlega vel viðhaldið en slíkt ógnar ferðafrelsi og ferðaöryggi íbúa. 

Mikilvægt er að Vestmannaeyjar sem eru í um 3-4 klst. ferðafjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu við eðlilegar aðstæður sem samsvarar 270 - 360 km akstri á löglegum hámarkshraða falli inn í þá skilgreiningu starfshópsins sem tekur til þeirra svæða sem ættu rétt á niðurgreiðslu flugfargjalda innalands, segir í bókuninni sem allir bæjarfulltrúar skrifa undir.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).